Flýtilyklar
Kosið um nafn á félagsmiðstöð
Við sameiningu félagmiðstöðvanna Afreks og Nýungar í haust var ákveðið að gefa börnum og unglingum tækifæri til að velja nafn á nýrri og sameinaðri félagsmiðstöð. Í janúar s.l. var auglýst eftir tillögum að nafni á hana og rann frestur til að skila þeim út fimmtudaginn 28. janúar. Tuttugu og þrír einstaklingar skiluðu inn alls níu hugmyndum að nafni. Dómnefnd hefur farið yfir þessar tillögur og ákveðið að kosið skuli á milli eftirfarandi nafna á félagsmiðstöðina: Nöfnin sem dómnefnd valdi eru. Nýung, Afrek , Sjöan og Liljan. Nöfnunum Nýung og Afrek var báðum skilað inn í keppnina, oftar en einu sinni og fannst dómnefnd ekki hægt að líta fram hjá því og ákvað því að hægt yrði að kjósa um þau nöfn í kosingunum.
Börnum og unglingum gefst tækifæri til að kjósa á milli þessara nafna á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar dagana 17., 19. og 22. febrúar, í félagsmiðstöðinni.
Þegar niðurstaða kosningarinnar liggur fyrir verður efnt til samkeppni um lógó fyrir félagsmiðstöðina.