Flýtilyklar
Námskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur 13 - 16 ára.
20.02.2018
Námskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur 13 - 16 ára.
Um næstu helgi, dagana 24 og 25 febrúar, verður námskeiðið Stelpur skjóta í Sláturhúsinu.
Farið verður yfir fræðilegar og tæknilegar hliðar kvikmyndagerðar með áherslu á stuttmyndagerð.
Stelpurnar fá tækifæri til að taka upp örmynd og klippa.
Leiðbeinandi er Dögg Mósesdóttir kvikmyndagerðarkona, formaður WIFT og stjórnandi alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave.
Þátttökugjald er 15.000 en frí og niðurgreidd pláss eru í boði.
Skráning í mmf@egilsstadir.is með yfirskriftinni "Stelpur skjóta".