Flýtilyklar
SamAust 2019
17.01.2019
Föstudaginn 18.janúar verður Söngkeppni Samaust haldin í Valaskjálf og hefst hún klukkan 20:00 en húsið opnar 19:30. Þau atriði sem lenda í fyrsta og öðru sæti taka síðan þátt í stóru söngkeppni Samfés sem fer fram þann 23. mars í Laugardalshöllinni . Það eru tólf atriði í keppninni og Nýung verður með fjögur þeirra í ár. Það eru fulltrúar frá öllum þremum skólum Fljótsdalshéraðs sem er alveg frábært og við hvetjum fólk til að koma og fylgjast með unga fólkinu okkar.
Það kostar 1.000 krónur á mann sem vilja koma og fylgjast með söngkeppninni en frítt er fyrir 12 ára og yngri.